Áralöng reynsla okkar tryggir
fagmennsku og áreiðanleika

Þjónusta

Við sérhæfum okkur í steypusögun, kjarnaborun og steinslípun. Áralöng reynsla okkur og ánægðir viðskiptavinir okkar hafa gefið fyrirtækinu tækifæri til að dafna jafnt og þétt síðan það var stofnað. Persónuleg þjónusta, áreiðanleiki og sanngjörn verðtilboð hefur verið okkar aðal markmið og skilað okkur góðum árangri.

Steinsögun

Við tökum að okkur að saga í stein, óháð þykkt. Meðal þess sem við höfum gert er að saga fyrir gluggum, stigagötum og hurðum, en einnig sögum við fyrir raflögnum, hitalögnum, pípum og þess háttar.

Kjarnaborun

Þegar bora á gat í steypu, er vanalega best að nota kjarnabor. Göt fyrir festingar og lagnir og annað slíkt eru kjörin verk fyrir kjarnaborinn.